Markaðssetning á netinu
English

Þýðingar ::

Libius hefur aðgang að færum þýðendum og býður því fyrirtækjum upp á þýðingarvinnu. Tökum við að okkur að þýða efni fyrir vefsíður, greinar og fréttatilkynningar yfir á og úr enskri tungu.

Þegar um er að ræða þýðingu á efni fyrir vefsvæði, greinar eða fréttatilkynningar þá hefur Libius aðgang að þýðendum sem hafa sérhæft sig í þýðingum og staðfæringu á hvers kyns kynningarefni. Libius hefur á að skipa þýðendum með mismunandi menntun og reynslu og því geta fyrirtæki verið viss um að við höfum alltaf rétta manninn þegar kemur að þýðingarvinnu. Þeir þýðendur sem Libius hefur aðgang að hafa reynslu við að kljást við margbreytilega texta og að miðla tæknilegum texta með einföldum og skýrum hætti. Þýðendur okkar eru stöðugt að afla sér aukinnar þekkingar á fjölbreytilegustu viðfangsefnum. Allar þýðingar eru prófarkalesnar af öðrum en þeim sem sér um hina eiginlegu þýðingarvinnu.

  • Greiningu á textanum með tilliti til markhóps
  • Orðtöku skjala og gerð sértækra orðalista
  • Þýðingu skjalsins
  • Prófarkalestur

Verðlagning fyrir þýðingarvinnu getur verið samkvæmt tímagjaldi eða með verðtilboði sem byggir á ítarlegri verkgreiningu. Lagt er upp með að þýðingunum sé skilað þannig að viðskiptavinurinn sé ánægður og í samræmi við hans kröfur. Ef fyrirtækið þitt hefur áhuga á kynna sér nánar þessa þjónustu, hafðu þá samband við okkur í síma 534 4141eða með því að senda tölvupósti á libius@libius.is.