Markaðssetning á netinu
English

Ummæli ::

"Libius vann með okkur í leitarvélagreiningu áður en við settum nýjan vef Kaupþings samstæðunnar, www.kaupthing.com, í loftið í febrúar 2007. Til að fylgja því eftir gerðum við samning um mánaðarlega eftirfylgni og áframhaldandi markaðssetningu bankans á Netinu. Við erum mjög ánægð með þann árangur sem nú þegar hefur náðst á skömmum tíma. Öll vinna Libius hefur einkennst af miklum metnaði og fagmennsku. Við erum sannfærð um að áframhaldandi samstarf okkar muni skila sér í enn meiri sýnileika í leitarvélum og tryggja góða stöðu bankans í hörðu alþjóðlegu samkeppnisumhverfi".
Sigurjón Ólafsson, Vefstjóri Kaupþings banka samstæðunnar

"Við hjá 66°Norður fengum Libius til að stýra innleiðingu á vefsvæðunum okkar, www.66north.is og www.66north.com. Innleiðingin og samstarfið gekk vonum framar og erum við mjög ánægð með árangurinn. Í framhaldi gerðum við samning þess efnis að Libius taki að sér markaðssetningu á vefunum fyrir leitarvélar auk þess að uppfæra þá í samstarfi við okkur. Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og 66°Norður að hafa trausta samstarfsaðila þegar kemur að vefmálum fyrirtækisins og er samstarfið við Libius liður í því að nýta internetið sem best í markaðsstarfi okkar. Við mælum hiklaust með þjónustu Libius fyrir þá aðila sem vilja hámarka árangur sinn á leitarvélum og nýta internetið sem best í markaðsstarfi sínu".
Kári Þór Rúnarsson, Markaðsstjóri 66°Norður

"Við hjá Nordic Visitor leggjum mikla áherslu á framsetningu og sölu á okkar þjónustu í gegnum vefi fyrirtækisins. Það mætti í raun segja að vefir okkur séu lífæð fyrirtækisins og því gríðarlega mikilvægt að vandað sé til verka í öllu því sem viðkemur þessum mikilvæga hluta rekstursins. Við ákváðum því að fá inn fagaðila til þess að hafa umsjón með öllum okkar vefmálum. Við gerðum því samning við Libius þess efnis og sjáum svo sannarlega ekki eftir því. Heimsóknir aukast stöðugt, vefirnir eru uppfærðir mjög reglulega og fjármagn okkar til markaðssetningar á netinu nýtist mun betur með ráðgjöf Libius. Samningur okkar við Libius einfaldar því okkar vinnu mikið og er það mér er því sönn ánægja að mæla með þjónustu Libius".
Ásberg Jónsson, Framkvæmdarstjóri Nordic Visitor