Markaðssetning á netinu
English

Fréttadreifing ::

Fréttadreifing í gegnum internetið er sífellt að verða stærri hluti af markaðsstarfi fyrirtækja. Fyrirtæki eru því í auknu mæli farin að notfæra sér  svokallað ePR eða rafræna fréttadreifingu.

Libius býður í samstarfi við PR Web (www.prweb.com) sem er leiðandi í þessum geira, fyrirtækjum upp á dreifingu fréttatilkynninga á skjótan og árangursríkan hátt. Þessi þjónusta hentar vel þeim fyrirtækjum sem vilja koma tilkynningum sínum á framfæri á erlendan markað á skjótan hátt.

Vert er að geta þess að þær fréttatilkynningar sem sendar eru í gegnum PR Web birtast samstundis á fréttaveitunum Google News og Yahoo News sem í dag eru mest lesnu fréttaveiturnar á internetinu.

Libius tekur fast gjald fyrir dreifingu á fréttatilkynningu og geta fyrirtæki valið á milli þriggja leiða. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi þessa þjónustu, hafðu þá samband við okkur í síma 534 4141 eða sendu okkur tölvupóst á libius@libius.is.