Markaðssetning á netinu
English

Greinaskrif ::

Greinaskrif og birting á vef fyrirtækisins eru mjög góð leið til að byggja upp safn af tenglum inn á vefsíðuna, og þar með fá straum af fríum heimsóknum gesta með áhuga á efninu.

Til viðbótar því er birting á greinum mjög góð leið til að koma þér og fyrirtæki þínu á framfæri sem aðila með sérfræðiþekkingu á málefninu. Góð grein “selur” þína vöru og þjónustu fyrirfram.

Svona gengur þetta fyrir sig:

Skrifaðu grein upp á 600-800 orð sem tengist efni þinnar vefsíðu. Greinin ætti að vera upplýsandi um efnið og gæti jafnvel falið í sér hnitmiðaðar leiðbeiningar um hvernig lesandinn gæti leyst tiltekið verkefni og skilað einhverjum ávinningi. Hafðu tengil inn á þína vefsíðu með upplýsingum um höfund neðst í greininni, eða komdu jafnvel fyrir tenglum innan textans þar sem vísað er í ákveðin atriði. Skrifaðu um þitt þekkingarsvið. Þegar greinin er tilbúin ætti að dreifa henni á vefsíður sem sérhæfa sig í birtingu greina. Umsjónarmenn annarra síðna með áhuga á efninu munu þá sjá greinina og geta birt hana á sínum vefsíðum. Stundum eru áhugaverðar greinar valdar af aðilum sem senda út fréttabréf með tölvupósti, sem leiðir til margra heimsókna á vefsíðu þíns fyrirtækis.

Ef þú getur ekki skrifað getum við séð um verkið fyrir þig:

Ef til vill er ekki aðgengilegt fyrir þig að skrifa grein, t.d. vegna annríkis. Í því tilviki getur Libius skrifað textann fyrir þig. Láttu okkur hafa lýsingu á því hvað textinn á að fela í sér. Segjum til dæmis að ætlunin sé að skrifa grein um “Fimm leiðir til að fást við frjókornaofnæmi.” Sendu okkur þessi fimm áhersluatriði og nokkrar setningar með nauðsynlegum upplýsingum, og við munum búa til grein í fullri lengd. Greinin verður birt undir þínu nafni, enda eru þetta “hulin skrif,” á ensku nefnt ghost writing. Libius mun einnig dreifa greininni fyrir þig á yfir 100 vefsvæði.

Það sem þú færð út úr greinabirtingum og markaðsstarfi með greinum:

Í hvert sinn sem grein er birt á vef þíns fyrirtækis færð þú tengil inn á þína síðu. Það er mögulegt að fá marga tengla með þessu móti. Þetta eru ekki tenglar í báðar áttir heldur aðeins tenglar til þín, en það er atriði sem skiptir máli til að vefsíðan komi vel út hjá leitarvélum á netinu. Til viðbótar því mun áhugaverð grein hvetja til nýrra heimsókna inn á þinn vef.

Þau áhrif sem greinaskrif hafa á þitt orðspor getur komið sér vel  í uppbyggingu veftengla sem vísa vefsvæðið þitt. Þegar upplýsandi, vel skrifuð og athyglisverð grein birtist undir þínu nafni fer fólk að líta á þig sem sérfræðing, einhvern með framúrskarandi þekkingu sem hægt er að treysta til að skila góðu verki á viðkomandi sviði. Traust er mikilvægasti þátturinn í því að stuðla að viðskiptum á netinu, og í raun hvar sem er.

Þegar fólk hefur lesið góða grein eftir þig og fer á vefsíðu fyrirtækisins hefur það myndað sér þá skoðun að það vilji eiga viðskipti við þig. Greinin hefur “selt” þína vöru og þjónustu fyrirfram. Til viðbótar getur þú birt þessar greinar á þinni vefsíðu í þeim tilgangi að byggja upp efni og tilboð fyrir þína gesti.

Verðlagning fyrir greinaskrif getur verið samkvæmt tímagjaldi eða með verðtilboði sem byggir á ítarlegri verkgreiningu. Lagt er upp með að verkefninu sé skilað þannig að viðskiptavinurinn sé ánægður og í samræmi við hans kröfur. Ef fyrirtækið þitt hefur áhuga á greinaskrifum og dreifingu slíks efnis, hafðu þá samband í síma 534 4141 eða með því að senda tölvupósti á libius@libius.is.